Mín saga í jaðarsportinu Nú eru komin 3ár síðan maður uppgötvaði jaðarsportin. Eftir fyrsta adrenalín skotið varð maður háður þessu.
Hingað til hef ég stundað hin ýmsu jaðarsport, sum þeirra hafið þið kanski aldrei prófað en ég flokka þau undir jaðarsport út af adrenalíninu sem skýst um æðarnar þegar maður stundar þau.
þessi óhefðbundnari eru t.d.
að hoppa af bíl á ferð inní runna
að hoppa af bíl á ferð á blautt gras.
hoppa af húsþökum á gras, eða í snjóskafl
en þessi hefðbundnari sem ég stunda eru kanski
Fjallahjólabrun
snjóbretti
pendúlstökk af brúm
kajak-róður
allskyns stökk, svifbrautir með miklum slaka osfrvs.
gljúfurferðir, þ.e. ferðast upp á ofan í gljúfri, og í því þarf að klifra upp rennandi fossa og skríða í gegnum litlar holur og allskyns fleira.
en þetta byrjaði allt með klettaklifri, svo færðist þetta lengra og lengra. þess vegna er þetta frábært framtak að opna klifurhúsið, eftir að vektor var lokað.
ég hef ekki lagt í þessi dýrari sport, eins og fallhlífarstökk og B.A.S.E. jump og svifdrekaflugið.
vonast til að heyra frá jaðarsports áhugamönnum um jaðarsport sem þið hafið stundað.