Jæja þar sem það eru greinilega slatti margir hérna sem eru að stunda þetta, hví ekki að búa til “staðsetninga banka” fyrir þá sem eru að byrja og vita ekki alveg hvað þeir geta æft hvar því reykjavík er ekki beint ofsa öflug þegar kemur af flóknum urban structures :)
hér eru allavega þær sem ég of félagi minn notumst við til æfinga:
1. Háskólinn tröppurnar fyrir framan eru með sona stólpum sem eru fullkomnar í stökk precision og cat leap líka góður staður til að æfa lendingar svo sem að rúlla sér og svo stökk lengdina
2. Kringlan … æðislegur staður í alla staði ef þú vilt æfa hraða og samhæfingu (komast frá A til B og svo frá B til Ö :P) þá er ég að tala um bílastæða húsið og hjá bókasafninu
3. undir göng við gangstéttir í breiðholtinu góð fyrir cat ballance, moon walk, cat 180 og hlaupa upp veggina þar einni löng stökk og precision
4. Húsið á enda sundahafnarinnar, vel tricky að komast upp en þar uppá eru gersamlega æðisleg aðstaða fyrir inair training , kong og alskonar precision stökk
5. bílastæða byggingar við suðurlandsbrautina (fyrir aftan bygginarna) skemtileg handrið og veggir og virkilega gaman að taka þol æfingar þarna þar sem þú þarft að fara voðalega mikið upp og niður veggi og nota kong, cat 180 og wal jump rosalega mikið svo auðvitað hlauphraða og kraft,
6. fyrir þá sem eru bara rétt byrjaðir er gott að prófa niðrí laugardal þar er sona “leikvöllur” eða 50 metra langt “hús” eða þrautabraut fyrir yngri kynslóðina en er vel hentugt til að hlaupa YFIR og taka cat, precison og kong
7. beint á móti Kringlunni er stóra fokkjú merkið þarna sem ég eins fáfróður og ég er man ekki hvað heitir akkurat núna :P en allavega þar í kring eru dýrabúðir og fatabúðir og hægt að labba uppá þessu öllu saman, meira segja kemst þagað gegnum sona gegnsæa brú frá kringlu bílastæðinu , allavega þarna er slatti af veggjum, þökum, staurum ALSSKONAR :D sem er hægt að skemta sér mjög vel með
Svo vill ég benda á þessa gersamlega geðveiku síðu: www.urbanfreeflow.com en þar geturu séð video með slow motion og öllum sjónarhornum af öllum helstu trickunum þannig ef þú þarft að laga tæknina einhvað þá er þetta staðurinn
Svo þar sem fólk er að slasa sig, togna og allment ekki gera eins og íþróttafólk á að gera í ÍÞRÓTT sem þessari ætla ég að koma með nokkrar góðar upphitunnaræfingar fyrir ykkur
1. skokk best í heimi hlaupa aðeins um svæðið skoða ykkur um og sjá hvað ykkur langar að reyna við
2. valhoppa kanski kjánalegt en samt virkar
3. hliðar saman hliðar til að hita upp innanverð lærin
4. hoppa á staðnum bara á tánum ekkert hátt og svo stoppa og lifta sér uppá tlrnar upp og niður upp og niður
Þá ætti neðri hlutinn að vera orðinn góður
5. hrista hendurnar vel sveifla þeim til og frá í hringi (kemur blóði í vöðvana)
6. stöðuleika æfing (eingin hreyfing) heldur annari hendinnni í 90° fyrir framan þig heldur svo hinni undir olnbogann og þrístir niður en reynir að halda við með hinni, gerir þetta með báðum höndum,
7. það sama nema núna lágrétt og setur hendina ofan á olnbogann og þrístir upp
8. hallið ykkur uppað vegg og gefið veggnum “olnbogaskot” enn samt hallið uykkur þannig að þið dettið ekki framm fyrir ykkur og þrístið svo
þá ættuði að vera orðin heit og góð og rdy to flow :)
Ekki geleima svo að tegja vel og vandlega á eftir alla skemtunina og hugsa áður en þið framkvæmið :)
PS. gott er að hafa vasana tóma og hafa bara bakpoka fyrir draslið og ALTAF hafa síma meðferðis því Shit happens og þú vilt ekki vera farlama einhverstaðar uppí rassi aleinn og ekki geta hringt eftir sjúkrabíl
Einnig er gott að hafa lítinn sjúkrakassa (sona tiger kassa) í bílnum eða bakpokanum því skrámur og litlir skurðir eru mjög tíðir í þessu sporti og allur er varinn góður og aldrey gaman að fá síkingu í smásár.
vona að þetta hafi hjálpað einhvað og endilega komið með ykkar staðsetningar hvar sem er á landinu og ég svara öllum spurningum í þessum þræði eða PM
Helgi R