Ég ætla nú bara að skrifa skemmtilega grein um íþróttina sem allir elska, Hjól !
Ég ætla að lýsa öllum hjólagreinum sem ég kann skil á hér í þessum pósti.

Downhill

Downhill eða fjallabrun eins og það er kallað á íslandi snýst um að bruna niður sértilgerðar downhill brautir á sem mestum hraða. Til að vera í downhill fyrir einhverja alvöru þarf maður að vera á hjóli með góða og mjúka fjöðrun. Á Íslandi er vinsælt að fara í downhill í Úlfarsfelli og á Akureyri í Hlíðarfjalli á víst líka að vera mjög góð braut. Einnig er hægt að fara í Kerlingafjöll, Bláfjöll, Öskjuhlíðina eða bara hvar sem er. Í downhill þarf maður að vera með allar hugsanlegar hlífar svo sem full face hjálm (crossarahjálmu en bara mikið léttari), brynju, legghlífum, hnéhlífum og svo auðvitað punghlíf.

Dirt jump

Dirt jump er nú bara hægt að lýsa þannig að maður á að stökkva á pöllum (á jafnsléttu BTW) og reyna að gera einhver trikk í loftinu eða þannig. Get eiginlega ekki lýst þessu nógu vel. Sem byrjenda trikk má nefna no footer (engir fætur) sem lýsir sér þannig að maður já, sleppir fótunum að pedulunum og fer síðan með þá á aftur áður en maður lendir (ekki gott ef maður nær ekki til baka). Og svo náttúrlega ef maður er orðin mjög fær í þessu þá er hægt að fara að reyna eitthvað erfiðara eins og til dæmis backflip (afturá bak heljarstökk) samt ekki reyna það nema þið séuð alveg með þetta á hreinu. Svo er það náttúrlega 360° sem eiginlega lýsir sér sjálft. Þú bara snýrð þér annaðhvort til hægri eða vinstri í heilan hring.

Freeride/dropp-of

Ég ætla ekki að fara með það hvað þetta kallast því ég hef heyrt bæði orðin. Köllum þetta bara freeride. Freeride snýst um að vera með með mikla og góða fjöðrun bæði að framan og aftan og bara taka helling af risastórum hengjum. Maður þarf að vera svona léttruglaður til að vera góður í þessu. Eins og til dæmis ein manneskja sem heitir Josh Bender, hann er guð allra sem stunda eitthvað freeride.

Slopestyle

Slopestyle er svona nokkurn vegin downhill braut sem er bara buið að pakka af dóti eins og wallrrædum og stórum og litlum pölllum. Það má segja að Slopestyle sé bara blanda af öllum hjólagreinum. Þannig að ef þú getur eitthvað í slopestyle þá ættiru að vera góður í flest öllu. Sem frægar keppnir í slopestyle má nefna Adidas slopestyle. Og svo er það náttúrlega besti slopestyle maður í heimi að mínu mati: Darren Berrecloth. Endilega komið með skoðanir varðandi hver ykkur finnst vera bestur.




Trial

Trial… Ég er kanski ekki sá besti til að lýsa trial. En ég ætla að nefna svona eitthvað sem ég hef séð. Til dæmis má nefna að hoppa um á einhverju dóti til að mynda staurum á afturdekkinu :O og svo að taka há dropp og lenda einungis á einhverjum mjóum handriðum. Hjólin sem eru notuð í þetta er oftast léttara en loft og halla mjöga mikið. Flest hafa engan hnakk.Þetta er án efa lang tæknilegasta hjólaíþróttin.

4-cross

4-cross er þannig að það keppa 4 í braut sem má líkja við crossara braut nema náttúrleg minni pallar. Pallar í 4-cross brautum eru oftast lágir en langir. Keppendur þurfa að vera í mjög góðu formi til að halda hraða sem er náttúrlega nauðsynlegt til að vinna.

Nú bara held ég að þetta sé búið. Endilega leiðréttið ef eitthvað er vitlaust (sem er örugglega eitthvað)
En samt sem áður engin skítköst. Það var lögð mikil vinna í þessa gein.
Shut up and SQUAT !