Jæja þá kom að því, íslandsmeistaramótið í downhill á Akureyri. Þetta byrjaði með að mig vantaði far, enginn í familíunni gat skutlast norður þannig að ég var að leita að fólki. Hringir þá ekki Haukur bjargvættur og reddar manni far! :D
Við lögðum af stað, eftir miklar röðunarpælingar um hvernig koma ætti 3 hjólum á einn Wrangler, sem enduðu með framdekkinu hans Haukst framan á grillinu, og litla McCann-inu mínu aftan á varadekkinu. Klukkan var svona 3 og road trippið var hafið :D. Svo vorum við komnir í kringum hálf 8, með ekki einu einasta stoppi á leiðinni, hah! Þá rákumst við á Helga og Bjarka, á leiðinni upp á fjall með pítsu. Þá var maður orðinn svangur ó já, en klukkan var margt og við urðum að fara að æfa okkur, en ætluðum samt að fá okkur pitsu eftir æfingu. Tókum eitt run niður brautina, ég að fara mína fyrstu ferð þannig að ég tók því eins rólega og hægt var. Klukkan svona 10 var komið myrkur og við krúsuðum allir niður brekkuna inn í bæjinn, Helgi sagði að við hefðum náð 70 og eikkvað km/klst, ekki slæmt það hehe.
Jæja við tókum okkur pínu night ride, þrifum hjólin og svona, svo stálumst við Haukur inn á tjaldsvæði þegar klukkan var orðin eitthvað um 2 og þá var tjaldað.
Næsta dag vaknaði ég kl hálf 9, svo 10, svo hálf 11 SVO 11 og ÞÁ! vaknaði ég :D Vil benda á að þá var ennþá engin pítsa étin! Eftir smá snarl í Nettó fórum við upp í fjall, og veðrið var bara algjör eðall, sólin skínandi í gegnum létt ský og enginn vindur. Lyftan opin og allir að æfa. Hitti Grétar djöful og við tókum 3 eða 4 ferðir, sem gengu upp og niður. Í lokin var ég búinn að detta í grasdroppinu einu sinni, og case-a 2 lengstu pallana, en þeir voru alveg að koma hjá mér. Svo var farin fyrsta ferðin, helviti gaman með alla þessa áhorfendur. En það gekk ekki alveg nógu vel, því ég “festist” í s-beygjunni og tapaði helling af tíma á því. En Haukur var með besta tíma og Helgi 2 eða 4 sek eftir honum, man ekki hvort.
Svo var matur upp í skála, pasta með skinku og ostasósu held ég, og brauð. Bara gaman að því. En þá kom næsta ferð og allir drifu sig upp að starti. Og sú ferð gekk nú heldur betur, náði loksins langa stökkinu og datt ekki neitt hehe :D Þannig fór að Helgi bætti Hauk um einhver sekúndu brot, og vann þannig, Haukur lenti í öðru og Rúnar í þriðja. Svo lenti ég í 7 sæti híhí.
Um kvöldið var einhver rosa hátíð niðri í bæ og allir skelltu sér í hópride. Og já við kíktum líka öll, Andri, Haukur, ég, Emil og Árni og þeirra fólk á Pizza 67 og fengum okkur feitar pítsur, Haukur réðst á 16“ TNT (allt það sterkasta) og ég fékk mér 16” Pepperoni67, mmmmm. Svo var bara lagt af stað heim næsta dag :D