Sælir !
Langaði til að vekja athygli á nýjum flugdrekavef sem var að opna á www.kiteland.net
Vefnum er ætlað að vera vettvangur áhugafólks um flugdreka og flugdrekaflug á Íslandi. Ætlunin er að birta greinar og fréttir um allt sem viðkemur flugdrekum, stórum sem smáum. Það er ljóst að hópur þeirra sem stunda þetta sport er ekki stór og því er ætlunin að hafa efnistök á vefnum þannig að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi.
Þá er tilgangurinn einnig að að vekja athygli fólks á þessu sporti og vonandi að vekja áhuga í leiðinni en fæstir gera sér grein fyrir hversu fjölbreytt og skemmtilegt þetta sport er. Meðal viðfangsefna vefsins verður m.a umfjöllun um kraftdreka(snowkiting, kitesurfing, land/buggy), eins, tveggja og marglínu flugdreka, keppnir, met hönnun og smíði og margt fleira.
Langar til að vekja sérstaka athygli á spjallþráðum á www.kiteland.net/forum - og benda áhugasömum á að endilega skrá sig og taka þátt í spjallinu.
kveðja Guðmundur - gos@kiteland.net