Jæja smá tilraunarverkefni í gangi hérna, þetta er að mínu mati góð hugmynd frá einum notanda hérna hjá okkur og hef ég ljósmyndakeppnirnar á áhugamálinu Ljosmyndin til fyrirmyndar
Keppnin stendur yfir dagana 2. - 23. Janúar og verður hægt að senda inn myndir á því tímabili, að því loknu mun ég fara yfir allar inn sendar myndir og birta þær hérna á Jaðarsport, síðan mun ég setja upp kosningu til að útkljá bestu myndina, þið kjósið hver er best! kosningin mun standa yfir í viku og hefst 30. Janúar og stendur því yfir til 6. Febrúar
Látið myndina heita “jadarljoskepp_nafn_myndarinnar” og hafið með í lýsingunni hvar myndin er tekin, hver er á myndinni og hvað er að ske (dæmi um mynd er bmx stönt mynd þá er sniðugt að taka framm hver er að hjóla, hvar myndin er tekin t.d. parkið í gbæ og hvað hann er að gera t.d. backflip, 360, tailwhip) einnig skal taka framm á hvernig vél myndin er tekin og hvort það sé búið að vinna hana eitthvað í t.d. photoshop og þannig.
Athugið að myndir sem eru minni en 640px á breiddina eða 480px á hæð ekki samþykktar. Einnig mega þær ekki vera stærri en 1024px á breiddina eða 768px á hæð. Myndir verða ennfremur að vera minni en 500KB. Og ég vil biðja ykkur að hafa góða útgáfu af myndinn tilbúna, í góðum gæðum og hárri upplausn. Sigur myndin verður birt í allri sinni dýrð hérna á Jaðarsport
Athugið að þetta er ljósmyndasamkeppni, þannig að sendið bara inn myndir sem þið takið sjálfir!