Á miðvikudaginn mættu menn frá bænum sem áttu að setja saman all dótið. Þetta voru augljóslega menn sem vissu ekkert hvað þeir voru að gera, það sást á vinnubrögðunum, og ekki var nú áhuginn mikill, því þeir voru tvo heila daga að segja saman einn mini-ramp og annan heilan dag í viðbót að setja saman lítið box sem er í laginu eins og tvö þrep og er ca 150cm á lengd!
Þetta er nú ekki alveg í lagi!
Gaurarnir voru voða góðir með sig á miðvikudaginn: “Jájájájá, við klárum þetta á föstudaginn og förum meira að segja snemma heim!”
Ég held nú aldeilis ekki!
En annars fyrir utan silagang þá lítur þetta mjög vel út. Þetta er græjur frá fyrirtæki sem heitir Rhino og þetta er ekkert smá vandað! Öll samskeyti og allir kanntar klæddir með ryðfríu stáli eða áli og plöturnar sjálfar eru úr einhverju grjóthörðu gerfiefni:
Rhino.com
The quality of this specially developed riding surface is second to none. It’s the dream of every skater combined with a durability comparable to steel.
Hver plata er svo fest niður með ca 30-40 skrúfum með ca 20cm millibili!
Garðurinn er 820 fermetrar og er á stíg sem liggur á milli Háskólans á Akureyri við sólborg og brekkunnar.
Hann samanstendur af: einum mini-ramp, flottu sæmilega stóru boxi sem er með alls konar dóti á, svo er innkoma sitthvoru megin við boxið, öðru megin er bara beinn halli (eins og kicker) með roll-in á hliðinni og hinum megin er beinn halli en flyer í miðjunni. Svo verður þarna líði spine, box með tveim þrepum og tvö fín rail og ég held að það sé lítið kink í öðru þeirra.
Það er soldið erfitt að lýsa lay-out'inu á garðinum en ég skal reyna að fá teikningu af honum og senda hingað inn við tækifæri.
Þó svo að ég sé búinn að rakka mennina niður sem eru í því að setja þetta saman þá er það að hluta til vegna þess að maður er orðinn soldið spenntur að bíða. Það er meira en að segja það að setja þetta dót saman. Ég er ekki að grínast þegar ég segji að það eru 30-40 skrúfur í hverri plötu, það gæti jafnvel verið meira.
Það er spurning um að fara bara og hjálpa til við samsetningu eftir helgi…
En allavega, langaði bara að koma með smá update á gangi mála, þetta er alveg að hafast! ;)
www.rhino.com
Ps. Það gæti verið að það komi inn ein hálfkláruð grein um þetta á korkinn, ég var í einhverju rugli :P
————–
Damien
Damien