Já, hér kemur svona smá pistill um mína fyrstu ferð á Húsavíkurfjall.
Ég og félagi minn sem hefur oft farið áður á fjallið lögðum af stað árla dags frá Akureyri til Húsavíkur.
Þessi ferð var aðalega farin í þeim tilgangi að fara með mig á fjallið og félaga þanns sem fór með mig í ferðina en viðkomandi hefur lítið sem ekkert hjólað í seinni tíð.
Við hjóluðum frá Húsavíkur aðeins upp á Reykjaheiði og svo eitthvað beint út í móa eftir rafmagnsgirðingu og svo beint niður að Botnsvatni(Water of the boss).
Þegar við komum niður að vatninu vorum við á heldur þröngum göngustíg í gegnum skemmtilegasta hlutanum af hring í kringum vatnið, svo mér var allavega sagt.
Svo stoppuðum við við Galtargil að ég held að það heiti og löbbuðum beint upp einhverjar ógöngur og svo upp á veg sem leiddi upp svona dulítið brattan veg upp á fjallið.
Er upp var komið var notið útsýnisinnsins yfir…. tja…. þokuna sem lá yfir Húsavík og klárað allt drykkjarkyns sem var með í för.
Eftir það var fartað beint niður einhvern stíg sem var notaður í Tour de Húsavík, brun keppni er haldin var árið 96’ eða það skilst mér allavega.
Sá stígur var svona í brattari og grýttari kanntinum fyrst en svo var komið út í blauta Lúpínuna sem tók af okkur svona helstu bremmsumöguleika.
Þegar hér er komið í þessari frásögn vil ég segja að ég er ekki mjög vanur fjallastígum og þar að auki í hroðalegu formi og félagi félaga míns er í góðu formi en er óvanur hjólamaður.
Er við vorum að hjóla í lúpínunni fór ég óvart út af troðningnum sem félagi minn gerði/notaði en þó bara einhverja 2-3-4-5-6-7cm og lenti þá á stein sem stóð beint uppúr grundinni og vegna þessa steins féll ég í kollhnýs á hjólinu út í lúpínunni, gríðarlegt fjör þrátt fyrir smá eymsli í mjöðm eftir hrakfallið. Hélt þó með sama krafti niður og vorum við kominn á einhvurn aldraðann slóða er leiddi mann niður fjöruga brekku. Er hér er komið að lestri má til gamans geta að ég datt svo aftur eftir að hafa stungið frammhjólinu niður í einhverja sprungu og flaug af hjólinu um svona 2-3 metra út í lúpinuna og var það mögnuð snilld og hló ég dátt allavega innra með mér. Eftir það brunuðum við niður í bæ og beint í hammarann Trölla!
Þetta fannst mér hin mest ágætasta ferð og vona ég að fleirri eigi eftir að njóta þess að fara yfir Húsavíkurfjall eins og ég og margir aðrir.
Virðingarfyllst Fjarhundu