Síðasta laugardag skellti ég mér í hjólatúr í Kelduhverfi, en fyrir þá sem ekki vita hvar það er þá er það staðsett rétt austan við Húsavík og er aðeins

Tjörnesið á milli og einnig er Ásbyrgi staðsett í Kelduhverfi.

Þetta byrjað með því að einhver frænka mín sem ég þekki ekkert alltof vel datt það í hug að hóa saman eitthvað af frændfólki sínu og fara í smá

“fjallgöngu”. Það var hringt í mömmu og pabba og auðvitað voru þau til. Þá var ég spurður og var ég fyrst alls ekki til í að fara í einhvern göngutúr með

nokkrum gömlum frændum og frænkum en þá kom pabbi með gull orðið: “þetta er allt niður í móti”. Fór maður þá strax að hugsa, “væri hægt að hjóla þetta á

feita hjólinu mínu?”. Eftir að hafa skoðað kort af leiðinni þá var ég meira en til í að fara.

Dagurinn byrjaði allt of snemma fyrir laugardag að vera og var brunað austur á Húsavík með hjólið á kerru aftaní. Síðan var keyrt upp gamla

Reykjarheiðarveginum, sem er nú bara í mjög góðu ástandi, í átt að Þeystareykjum. Afi var með í för til að taka bílinn til baka og sækja okkur þegar við

værum búinn og voru sagðar nokkrar sögur um að hinn og þessi hafi ýmist nærstum eða dáið þarna út um allt. En já, Rauðhóll er nú eiginlega bara

pínulítill og er staðsettur um það bil 11 km norður af Þeystareykjum. Eftir að allir voru komnir og búið að heilsa öllum og sannfæra alla að ég gæti

hjólað þessa leið þá var haldið í hann. Til að byrja með var þetta vel þjappaður moldarvegur og hélt ég mig með hópnum og var bara í því að hjóla eftir

þúfum eða vesenast eitthvað á klettum. Það var fínt að dandalast eitthvað þarna á litlum hraða og fékk ég hrós fyrir það hversu mikið jafnvægi ég hafði.

En eftir u.þ.b. klukkutíma og eitt pungstuð þá var mér farið að leiðast en eftir nærsta stopp þá stakk ég hópinn af. Ég hafði fengið grófar leiðbeiningar

um hvernig leiðin væri og hvaða stíg ég ætti að elta. Ég áhvað það strax að vera ekki að taka því rólega og spretta eins hratt og ég treysti mér til.

Moldargatan sem við höfðum byrjað á var löngu hætt og vorum við í hesta slóða sem var vel þjappaður en hann var nokkuð erfiður þar sem hann var mjór og á

köflum djúpur. Ég sprettaði svo nærstu 2 tímana niður heiðina en hún er nú ekki mikil heiði þar sem hún er mjög flöt og mér leið einna helst að hjóla á

öldóttum sjó. En jæja ég þeysti þarna og tætti upp hestaskítinn og reyndi að beyja fram hjá ógrynni af steinum sem voru í förunum milli þess sem sem

maður fór yfir einn og einn klett. Slétta 3 tíma var ég með þessa 18 km af nokkuð léttu hjóli. Eftir að hafa komið niður að bænum þar sem slóðinn endar

var stefnan tekin á Ásbyrgi en þangað er ekkert svo langt. Þar hjólaði ég alla slóða sem ég fann og var það bara nokkuð gaman. Eftir að hafa hangið í

Ásbyrgi í vel rúma 2 tíma sótti afi mig fórum við og tókum á móti göngufólkinu.

Þessi ferð var farinn í geggjuðu veðri og var ég oft nálægt því að detta vegna þess að ég var að reyna að þurka svitan sem rann af mér eins og hann

fengið borgað fyrir það. Nauðsinlegt er að hafa mikið af vatni með sér og ég mæli með hönskum þar sem það er kafli af leiðinni gróinn trjám og eru

allmargar greinar sem liggja beint fyrir mann.

Dómur:
Skemmtanagildi 8/10
Erfiðleiki 5/10
Tæknileiki 7/10

Þetta miðast við þann hraða og veðrið sem ég fékk en allt getur þetta breyst hjá öðrum hjólurum. Ég fór þetta á 05 Stinky þannig að það getur líka verið öðruvísi.

Einnig getur það verið góð hugmynd að ef fólk er til í heils dags túr þá gæti verið gaman að byrja á Húsavík og hjóla þessa leið í Ásbyrgi og jafnvel

tjalda, er að hugsa um að gera það sjálfur.

Látið vita ef þið viljið betri lýsingu eða staðsetningar.

Óðinn