Þegar talað er um Mount Everest dettur flestum í hug: Humm, hæsti tindur í heimi, snjór tja, og snjóskrímsli, hættulegt, óveður og… Edmund Hillary.
Edmund Hillary var það lesendur góðir, en í allri umræðunni um fyrsta klifrið á Everest gleymist einn MIKILVÆGUR hlekkur. Já það er nefnilega sérpinn hann Tenzing Norgay, en hann, ásamt Ný-Sjálendingnum Edmund náði toppnum þann 29. maí árið 1953.
Tenzing Norgay var smár í vexti og lét lítið fyrir sér fara. Hann var svarthærður eins og flestir Asíubúar, með skegg, og oft lét hann sjást í tennur sínar með skemmtilega glaðlegu brosi. Hann byrjaði ungur að ganga á fjöll og fór í margar ferðir upp Everest, en náði ekki í neinum af þeim markmiði sínu, að komast upp á toppinn. Árið 1952 var honum boðið að gerast meðlimur í Svissneskum leiðangri, ekki bara sem sérpa, heldur sem fullgildum förunauti. Í þessari ferð komust leiðangursmennirnir í hæstu hæð sem nokkurntíman hafði verið klifin, 8,614 metra hæð, aðeins 234 metrum fyrir neðan toppinn. Ekki komst hópurinn lengra í það skiptið vegna mikills óveðurs.
Bretar höfðu farið í margar ferðir upp í fjallið, en náðu þó aldrei upp toppinn. En árið 1953 áttuðu Bretarnir sig á því að ef þeir ætluðu að fá þann heiður að koma manni fyrstir allra á Everest, þyrfti það að gerast fljótt. Þeir völdu til þess fjallgöngumanninn Edmund Hillary og Tenzing Norgay sem leiðsögumann. Þeir náðu toppnum fyrstir allra 29. maí 1953.
Eftir að hafa náð toppi jarðarinnar varð Norgay heimsfrægur. Hann stofnaði Himalaya leiðsögumannafélag, og kenndi göngufólki og Sérpum að verða leiðsögumenn. Hann giftist Nepalskri konu, Daku að nafni, og eignaðist með henni þrjá syni. Einn af þeim, sem ber nafnið Jamling, gekk í fótspor föður síns og kleif Mount Everest 23 Maí 1996.
Tenzing Norgay dó árið 1986, og fólkið sem mætti í jarðaför hans myndaði röð sem var meira en eins kílómetra löng.