Útbreiðsla Telemarksins
Einn þeirra sem horfði á þegar að Sondre sigraði Christiania mótið 1868 var Fritz Huitfeldt. 28 árum síðar 1896 smíðaði hann skíði sem undir áhrifum frá Sondre og annara “Telemarkara”. Skíði Huitfeldts seldust út um allan heim og urðu fyrirmyndin fyrir önnur skíði í hinum sívaxandi skíðaiðnaði.
Sondre var ekki einn Telemarkara sem fluttist til Bandaríkjanna. Hemmestveit bræðurnir fluttust einnig þangað undir lok 19.aldar. Þeir stofnuðu skíðaskóla og unnu þónokkur skíðamót í nýja landinu. Það má því segja að með þessu hafi þeir lyft grettistaki í því að breiða skíðaanda Morgedals til umheimsins.
1888 varð leiðangur Friðþjófs Nansens fyrstur til þess að ganga yfir Grænland á skíðum. Bókin um förina var þýdd á mörg tungumál og átti mikinn þátt í því(eins og margt annað) að efla skíðaíþróttina um gjörvalla Evrópu. Í bók sinni, lýsir Friðþjófur skíðun sem íþrótt íþróttanna. Tveimur arum áður en bókin kom út hafði Friðþjófur lýst Telemark(svæðinu) sem heimili skíðunar og sagði að þeir sem þar byggju væru landsins bestu skíðamenn og þar sem þeir væru landsins bestu væru þeir einnig heimsins bestu.
Í kringum aldamótin 1900 kynntust íbúar Mið-Evrópu(Alparnir), norskum skíðamönnum var boðið að koma til Alpanna og kenna fólkinu þar skíði og þeim síðarnefndu urðu seinna kennarar í Bandaríkjunum þar sem þeir kenndu fólki Alpagreinar. Aðaláherslan í þeim greinum var svig, brun, gönguskíði og skíðastökk. Iðkendum telemarks fækkaði því gríðarlega í mörg ár var telemarkið bundið við tiltölulega lítinn hóp dyggra iðkenda.
Einhverra hluta vegna á 8.áratug síðustu aldar byrjaði áhuginn á Telemarki að aukast á ný. Hvatinn að þessu endurreisn er gjarnan talinn vera norðmaðurinn Stein Erikssen sem var fæddur og uppalinn í Telemark. Erikssen varð Olympiumeistari á skíðum(veit ekki í hvaða grein) á Ólympiuleikunum í Osló 1952. Hann fluttist seinna til Bandaríkjanna og náði miklum árangri sem skíðaþjálfari þar sem hann skrifaði bókina “Come ski with me”, en í bókinni fjallaði hann um Telemarkið og voru myndir af föður hans er Marius hét ,að telemarka, í bókinni.
Telemarkið varð vinsælla og vinsælla, fyrst í BNA og síðar í Mið-Evrópu og Skandinaviu. Snemma á 9.áratugnum snéri hinn endurfæddi telemark still aftur til Noregs.
Í dag eru Telemarksambönd í yfir 20 löndum. Landslið þessara þjóða keppa um heimsbikarinn(World Cup) og heimsmeistarabikarinn(World Championship). Alþjóða ólympíunefndin er einnig að íhuga hvort telemark verði keppnisgrein á ólympiuleikunum.
Áhrif Sondre Norheim, fátæks bónda, eru gríðarmikil. Hann kom fram með skíðahönnun sem í dag er að miklu leiti stuðst við, hvort sem er um að ræða svig eða telemarkskíði. Auk þess sem fjöldi ferðamanna heimsækir fæðingarstað hans árlega, hafa Olympiukyndlar verið tendraðir þrisvar sinnum þar.
Um síðustu helgi(12-14.mars) fór Telemarkhelgi Telemarkklúbbsins og Isalp fram á Kaldbak, og var keppt í stökki og samhliða svigi. Fólk getur lesið sér til um keppnina á heimasíðu telemarkklúbbsins og/eða heimasíðu Ísalp
Heimasíða telemarkklúbbsins á íslandi.
http://www.verksud.is/sidur/telemark/index.ht ml
www.isalp.is
síðan vil ég bara þakka fyrir lesturinn