Off-pist Hvern hefur ekki kitlað í magann við að sjá fólk stökkva á skíðum eða snjóbretti niður af háum hengjum og lenda síðan í djúpum laussnjó fyrir neðan? Það er ekkert skemmtilegra en að vera einmitt sá sem flýgur fram af og lendir svo falleg í púðrinu.

Off-pist er sú íþrótt að vera á skíðum eða snjóbretti í lausasnjó utan afmarkaðra skíðabrekkna, ef það er hægt að orða það þannig. Off-pist getur líka verið í samblandi við Heli-skiing, þ.e.a.s. að maður fer með þyrlu upp á fjallstind og rennir sér síðan niður allt fjallið. Heli-skiing er hins vegar dýrara vegna þess að maður þarf að sjálfsögðu að borga fyrir þyrlu-farið.

Í off-pist þarf engann flókinn búnað; bara skíði eða snjóbretti (og allt tilheyrandi, s.s. bindingar og stígvél), hjálm (annað er hálfvita skapur) og flestir kjósa að fara með bakpoka með sér með nauðsynlegustu hlutur, t.d. ef sá hinn sami lendir í snjóflóði. En þegar maður er í svona lausasnjó er nefninlega oft sem maður getur útleyst snjóflóð og kemst maður þá oft í hann krappann.

Nokkur góð ráð áður en lagt er af stað:
+ Aldrei leggja af stað án þess að fá vita um færð og flóðahættu á staðum.
+ Aldrei vera einn í off-pist. Verið minnst tveir saman.
+ Aldrei stoppa í slakka undir hengirflugi. Stoppaðu frekar á hrygg eða bak við klett.
+ Ef þú ert í skógi skaltu ekki setja höndina í bandið sem er á stafnum. Það er betra að missa einn staf heldur en eina hönd.
+ Notaðu hjálm því eðli steina er að vera harðir.
+ Notaðu hnjá-verndara (?) til að verja hnén frá hörðu steinunum.
+ Ef þú ert að fara í heli-skiing máttu ALDREI fara fram fyrir fyrsta leiðsögumanninn og ef einhver dettur máttu EKKI hjálpa honum því seinni leiðsögumaðurinn tekur hann að sér.

Nokkrir góðir linkar:
www.stud.ntnu.no/~perstav/ offpiste.html
www.csac.org
http://home.arcor.de/biauw e/lagrave/index.htm
www.jpbmountainman.com/pages/offpistes.htm

Ég vona að ykkur hafi líkað lesturinn,
kv. torpedo