Fyrir hvað ég Nýja-Sjáland þekkt? *hugsar stíft* Jú, fyrir Sir Edmund Hillary (sá fyrsti sem kleif Mt. Everest, reyndar ásamt Tenzing Norgay, teygju-stökk, rugby og zorb. En hvað í f-inu er þetta zorb dæmi sem allir eru að tala um?
Zorb hefur örlítið skotið upp kollinum hér á litla landinu okkar, sem reyndar eru hinu megin á hnettinum miðað við Nýja-Sjáland. Margir Ný-Sjálendingar hafa jafnvel ekki heyrt um Ísland. En hvað er þetta zorb?
Zorb er í fáum orðum risastór kúla sem rúllar niður brekku. Í fleiri orðum er zorb risastór loftfyllt kúla með opi og hægt er að fá dyr á opið. Inn um opið treður maður sér og svo er bara að hlaupa af stað! :D Best er reyndar að setja eins og tíu lítra af volgu vatni inn í zorb-kúluna, kasta sér sjálfum inn, loka fyrir gatið og rúlla loks niður einhverja skemmtilega brekku. Þá hreinlega “rennur” maður niður brekkunar inní kúlunni. Gaman, gaman! *klappar saman lófum*
Eitt stykki zorb-kúla vegur 80 til 90 kg þegar hún er full af lofti. Það er hægt að blása hana upp með andadrætti (endilega að prófa hvort líði ekki yfir mann) eða með svokölluðum laufblaðablásara. Hér á landi eru nú reyndar fáir sem eiga svoleiðis tæki, við látum bara sunnan-vindinn vinna fyrir okkur. ;)
Að innan máli er zorb-kúlan 160 cm (Hey! Ég þarf varla að beygja mig!) en að utanmáli er hún 320 cm (3,2 metrar) að þvermáli.
Hér á landi er hægt að fara í zorb í Ártúnsbrekkunni.
Reglurnar hjá þeim eru:
1. Öll meðferð vímuefna er bönnuð.
2. Aldurstakmark er 12 ár.
3. Fara skal úr skóm eða í skóhlífar áður en farið er inní boltann.
4. Bannað er að losa festingar þar til boltinn hefur stöðvast.
5. Allir þeir sem ekki fara í einu og öllu eftir reglunum er vísað frá.
6. Aðeins 2 farþegar leyfðir í einu inní boltanum.
7. Allir þeir sem fara í Zorb eru á eigin ábyrgð.
8. Gæludýr eru bönnuð á Zorb svæði.
En hvað með öryggið?
Að ferðast í Zorb er fullkomlega öruggt, í 10.000 ferðum um allan heim hefur enginn slasast. Það má því segja að öruggara adrenalínsport sé varla hægt að finna. Þú ert umvafinn þykku plasti og miklu lofti þar á milli (70 cm í jörðina) svo það er nánast útilokað að þú getir slasast. Farþegar eru vel spenntir
niður og skella því ekki á hvorn annan.
Verðskrá:
Tveir aðilar fara saman: 1990 kr á manninn.
Seinna mun líka koma möguleiki að fá 20 lítra af volgu vatni inn í kúluna.
Ég segi að lokum: ALLIR AÐ SKELLA SÉR! ;)
Heimildir:
www.zorb.is
www.zorb.com