Er köfun hættuleg? Ég hef oft lent í því að þegar fólk heyrir að ég sé kafari að þá bregst það við eins og ég sé einhver ofurhugi. Er ég það? Nei alls ekki, flestir okkar sem stunda köfun gerum það á mjög ábyrgan hátt, þ.e.a.s. við förum eftir þeim reglum sem okkur eru settar og almennri skynsemi. Þetta þýðir ekki að við getum ekki stundað ýmis “extreme” form af köfun svo sem djúpköfun, ísköfun eða hellaköfun, heldur þýðir þetta að við gerum það með tækjum sem passa hverri köfun, með góðri skipulagningu og eftir settum reglum. Slysatíðni í köfun er samkvæmt bandarískri könnum sú sama og í keilu og flest slys má rekja til þess að kafarinn sé að gera einhvað sem hann hefur hvorki búnað né þjálfun í að gera. Það þarf ekki nema þetta 1% af vitleysingum inn í svona sport til að það fái slæmt orð á sig. Annars til að allrar sanngyrni sé gætt verður að nefna það að sú skoðun fólks að köfun sé hættuleg, er meira hjá eldra fólki og getur það verið vegna þess að hér áður fyrr var búnaðurinn sem menn voru að nota í köfun og þekkingin ekki eins góð og nú er. Það eru t.d. ekki svo mörg ár síðan að varalunga varð hluti af “standard” búnaði, eða sú regla að menn kafa aldrei einir. Köfunarkerfin eins og t.d. PADI kerfið hafa verið og eru í stöðugri endurskoðun og eru bætt eftir því sem þurfa þykir. Þannig að svarið við spurningunni sem lagt var upp með er að köfun getur verið eitt það öruggasta sport sem til er, en einnig það hættulegasta, allt undir þér sjálfum/sjálfri komið. Ég vona að grein þessi sé ykkur fróðleg og ef einhver hefur áhuga á að skella sér í köfun hjá skóla sem leggur allt upp úr öryggi og skynsemi, þá er köfunarskólinn kafarinn.is enn að bjóða byrjendanámskeið á kr. 35.000,- www.kafarinn.is