Ég var að rekast á nokkuð athyglisverðan hlut á netinu:
Svifbretti. Ég er ekki að tala um þessi bretti sem að maður tekur með sér í fallhlífastökk, heldur er hugmyndin að nota þetta bretti ekki ósvipað og hjólabretti (eins og er þá er brettið of stórt og klunnalegt til þess að gera nein trikk, samt).
Brettið getur haldið uppi um 90kg manni og svífur í rúmlega tveggja til þriggja cm hæð yfir jörðu. Þetta tæki er bygt á sömu lögmálum og svifnökkvar, þ.e. skrúfa þrýstir lofti undir brettið og heldur því á lofti. Til að minka orkunotgun er svo dúkur allan hringinn hjálpar til við að halda loftinu sem lengst undir gripnum.
Sem stendur vegur brettið rúm 36kg og notast við 6 hestafla, fjögura strokka vél með fimm blaða hreifli til að haldast á lofti og ná yfir þrátíu km/klst hraða.
Einn helsti kosturinn við þessa græju er að það er hægt að renna sér á þessu á nánast hvaða fleti sem er (svo lengi sem að hann er nokkurn veginn flatur) t.d. grunnt vatn, möl, snjór, sandur o.fl.
Hægt er að kaupa svona stykki hjá Future Horizons á rúmar 870.000kr, en þeir selja líka teikningar af tækinu og leiðbeiningar hvernig hægt er að smíða það sjálfur á mun ódýrari hátt. Plönin af þessari græju kosta um fimmþúsund kr.
Hver veit nema að í framtíðinni verði búið að minka þetta niður þannig að þetta verði ekki ósvipað að stærð og venjulegt snjóbretti eða jafnvel hjólabretti án dekkja?
Aðeins framtíðin leiðir það í ljós.
Heimildir: http://www.futurehorizons.net/hoverboard.htm
(mæli með að þið skoðið þessa síðu, fullt af snyðugum hugmyndum þarna, þ.á.m. jetpack o.fl.)