Næturköfun
Þá er kominn sá árstími að kafanir sem farnar eru eftir vinnu eru í flestum tilfellum næturkafanir, þ.e.a.s. hjá fólki sem vinnur eðlilegan vinnudag. Það er nokkuð sem okkur köfurum leiðist alls ekki, því að hjá mörgum okkar, og þar með talið hjá þeim sem þetta skrifar, eru næturkafanir í algeru uppáhaldi. Afhverju spyrja eflaust margir. Það eru til nokkrar góðar ástæður fyrir því, og aðrar kannski ekki eins góðar. Hvað snýr að mér þá eru mínar helstu ástæður þær að þegar myrkrið skellur á þá kemur í ljós mikið fjölbreyttara líf, sem falist hefur undir steinum og í skútum yfir daginn og eins er hreinlega bara erfitt að koma auga á nema í sterkum ljósgeisla ljósana sem við berum með okkur þegar kafað er í myrkri. Önnur ástæða er litadýrð verður meiri þegar kafarinn er með ljós þar sem sjórinn brýtur niður litina einn og einn þannig að þegar dagsbirtan er ljósgjafinn þá er allt svarthvítt þegar vissu dýpi er náð. Þetta eru þessar almennu ástæður, en ég persónulega hef einnig ástæðu sem ég veit að ég deili með sumum þeim köfurum sem kafað hafa með mér í gegnum árin, en sú ástæða er að mér finnst umhverfið í myrkrinu hafa svo róandi áhrif á mig og eitt af því sem ég t.d. geri í hverri næturköfun er að slökkva á ljósinu í 2-3 mínútur og njóta þess að vera aleinn í tóminu (þó að félaginn sé að sjálfsögðu í minna en meters fjarlægð). Þetta er fyrir mig frábær upplifun í hvert skipti.<p>Fyrir þá sem áhuga kunna að hafa þá ætla ég nú í stuttu máli að rekja hvað gera þarf til að fá réttindi til næturkafana.<br>Fyrst þurfa menn auðvitað að ná sér í almenn köfunarréttindi, ef menn hafa þau ekki fyrir. Í því sambandi vil ég benda á að köfunarskólinn kafarinn.is er með byrjendanámskeið í köfun á mjög góðu verði um þessar mundir, þú getur séð það <a href="http://www.kafarinn.is“ target=”_blank">hér</a>. Þegar byrjendanámskeiðinu er lokið þá er næst að taka námskeið sem kallast Advanced Open Water Diver og þar er næturköfun eitt af því sem farið er í, ásamt djúpköfun niður á allt að 30 metra dýpi. Köfunarskólinn Kafarinn.is býður einnig upp á þetta námskeið.<p>Ég vona að klausa þessi reynist einhverjum gagnleg og jafnvel skemmtileg lesning.<p>Kveðja,<br>Héðinn Ólafsson<br>PADI Master Scuba Diver Traine