Þann 7 sept lögðu 10 einstaklingar af stað frá Staðarbakka í Hörgárdal. Tilgangur ferðarinnar var að slá met, nánar tiltekið flestir á toppi Hraundranga í einu. Gangan byrjaði um kl. 11 en rúmum einum og hálfum tíma seinna var komið að þeim stað þar sem klifrið skyldi hefjast.
Töluvert skýjað var um þetta leyti og voru skýin öll að stíga upp í norðanáttinni og dranginn en færið var sæmilegt.
Klifrið á drangann fór þannig fram að 2 reyndir klifrarar fóru fyrstir og komu fyrir tryggingum og línum og síðan klifruðu hinir lítt reyndari upp drangann. Tryggðir í línunni með júmmara eða grí-grí.
Línurnar/kaflarnir voru 3 og gat einungis 1 verið í hverri línu hverju sinni og tók því þónokkurn tíma að ferja alla upp. Á milli þess sem menn skiptu um línur voru þeir ávallt bundnir í tryggingar þannig.
Fyrst var klifrað frá “grunnbúðum” upp að syllu sem kölluð er sveppurinn, frá sveppnum var klifrað um 15-20 upp í móti þar til komið var að syllu sem hefur ekkert sérstakt nafn en er gríðarlega vel “tryggð” mikið af boltum og fleygum. Þó svo að ekki hafi öllum tryggingunum verið valinn góður staður. Á þessari syllu mátti ég bíða í tæpa tvo tíma meðan að allir hinir klifruðu upp og lenti í nánast öllum veðrum frá rigningu til steikjandi sólar. Frá syllunni þessari var síðan klifið upp á toppinn einnig um 15-20 metra leið en síðasta leiðin var sú erfiðasta vegna þess hversu dranginn verður flatur efst uppi.
Það tók þá fyrstu upp einungis tæpan klukkutíma að komast upp á topp en biðin fyrir þá sem á eftir komu var gríðarmikil og fór það þannig að hinir síðustu voru að koma upp á toppinn um 5 klst á eftir fyrstu mönnum.
Ég sem mátti bíða eins og áður sagði 5 tíma meðan að aðrir klifu upp á topp var svo heppinn að eftir að eftir að hafa verið nánast holdvotur í rigningunni á syllu nr.2 þá birti til um það leyti sem ég kom á toppinn og ég fékk að njóta útsýnisins út í ystu æsar. Sérstaklega samspil sólar skýja regnboga o.s.frv.
En varðandi ætlunina þá tókst hún. Metið, flestir á toppnum í einu var 6 en hjá okkur voru flestir á toppnum í einu 8 og við því handhafar heimsmets. Við sigum síðan niður drangann hinir hressustu með adrenalínið á fullu og var það hin ágætasta skemmtan.
Einnig er hægt að skoða myndir hér http://easy.go.is/krazny/hdranginn.html