Ég var í ferðalagi um helgina og átti leið hjá um biskupstungum. Ég sá svo frábæra brú til að hoppa niður að ég ákvað að tjalda á tjaldsvæðinu. Ég og þrír aðrir gaurar ákváðum að skella okkur niður brúnna. Það var mjög fjölmennt á tjaldsvæðinu og fólk urðu skelfing lostin þegar þeir þau sáu okkur standa á brún brúarinnar(hinu meginn við handriðið). Áin var mjög grunn fyrir neðan brúnna en vinur minn ákvað að skella sér niður brúnna fyrstur. Hann lét það vaða og hann lenti á góðum stað. Þá var fólkið á tjaladsvæðinu svo skelfingu lostin að þau voru byrjuð að hóta að hringja í lögregluna, en auðvitað hlustuðum við ekki á þetta því að það var eiginlega óhætt að hoppa niður. Við hoppuðum aftur og aftur þangað til að einn vinur minn ákvað að hoppa fram af hærri stalla á brúnni. Hann lét vaða og lenti á fínum stað en næsta hoppið hans var ekki nógu gott að hann snert botninn þannig að við ákváðum að hætta þessu áður en löggan kæmi.
Næsta dag fór ég á kayak í Hvítánni og það var fínt þangað til að ég var kominn að klettinum sem er hoppað niður þá urðum við alveg brjálaðir að hoppa þar niður. Við hoppuðum fram af lægri stallanum en einn vinur minn (klikkaði vinur minn) hoppaði fram af hærri stallanum sem er nokkuð hærri heldur en brúin. Hann lenti ekki nógu vel því að vestið var ekki nógu fast á svo að það dróst upp að andlitinu og reif upp í vörina. En bróðir minn tók heljastökk niður lægri stallinn enda hefur hann hoppað þar oft niður því að hann vinnur í Hvítánni. Svo fórum við áfram niður Hvítánna og hoppuðum ekkert meira.