Datt í hug að skrifa örlitla grein um pendúlstökk, sem er oftast kallað brúarstökk þetta verður enginn tæmandi fróðleikur en stiklað verður á einhverju.
Þegar hugað er að stökkvum sem þessum þarf að hafa það í huga að hættan á því að lenda á fyrirstöðum sé sem minnst. Hvort sem um ræðir að neðan eða frá hlið. Falllengdin á línunni þarf að vera á hreinu.
Einnig er vert að skoða ferilinn(hnitakerfið ;)) sem viðkomandi hyggst stökkva eftir. Ekki er gáfulegt að stökkva beint niður því álagið á línuna og stökkvarann getur orðið gríðarlegt þegar að línan kippir í. Best er að stökkva út frá brúnni á þann veg að línan kippi í þig til hliðar frekar en að hún rífi þig upp.
Sennilega er betra að nota í þetta klifurlínu frekar en siglínu en það fer þó auðvitað allt eftir aðstæðum. Klifurlinan gefur auðvitað eftir og dúar örlítið þannig að ef plássið er af skornum skammti er væntanlega betra að nota siglínu. En klifurlínan kippir ekki jafn mikið í og siglínan. Einnig ber að hafa í huga að stökk sem þessi geta skapað gríðarlegt álag á línuna og klifurlínur þola flestar bara 10-15 föll.
Sigbeltin eru einungis gerð til þess að þola brot af því álagi sem líkaminn þolir. Mjaðmagrindin og umlykjandi svæði er sagt þola um 1200 kg álag(Niðurstöður úr rannsóknum Nasista í WW2) og eru sigbeltin gerð til að þola eitthvað minna.
Þegar stökkið er sett upp skal einnig tryggja nægilega vel. Tvítryggja helst. Einnig skal ganga þannig frá að línan nuddist/skerist ekki í sundur.
Hafi einhver í hyggju að framkvæma slíkt stökk þá skyldi hann ráðgast við einhvern reyndann. Skemmtið ykkur bara vel, svona stökk eru snilld.