Hinar ýmsu gerðir bremsa.
Mér datt í hug að skella hér inn einni grein um bremsur En þannig er nefnilega mál með vexti að ég var að skipta um bremsuklossa á hjólinu og lenti í veseni með að stilla bremsurnar þannig að þær nudduðust ekki utan í dekkin.
Það er nú eiginlega þannig held ég að næstum allar bremsur sem eru á hjólum í dag eru þessar “klossabremsur” eða “púðabremsur” þar sem að bremsuklossa/púða er þrýst upp að gjörðinni til þess að hægja á henni. Fyrir nokkrum árum komu síðan á markað “V-bremsurnar” svokölluðu og skilst mér að þannig eigi að vera auðveldara að bremsa.
Eftir að hafa átt hjól(ft) með Y-bremsum(gömlu gerðinni) í hartnær 10 ár þá fjárfesti ég í hjóli í fyrrasumar sem var búið var V-bremsum. Ég tók nú ekkert gríðarlega eftir því að auðveldara væri að bremsa en það var ekki verra. En eitt sem ég tek hinsvegar eftir og veldur mér miklu hugarangri er það hversu erfitt og oft ómögulegt getur verið að stilla bremsurnar í þá stöðu sem þær eiga að vera í þegar þær eru ekki í notkun.
Á gömlu bremsunum var þetta lítið mál, maður stillti bara bremsurnar með því að stilla klossunum upp í rétta stöðu og færa síðan vírinn( legginn á Y) til þangað til réttri stöðu var náð. Á V-bremsunum tókst mér að gera þetta með þvi að setja eins mikinn slaka á bremsurnar eins og ég taldi ráðlegt. En það þýðir einvörðungu það að ég mun þurfa að herða á bremsunum áður en langt um líður.
Mér finnst ákaflega gremjulegt að ekki sé hægt að stilla bremsurnar með einhverjum hætti. Ef einhver hérna kannast við þetta vandamál og kann lausnina á því þá stígi sá hinn sami fram og tjái sig.
Annars er ég á Trek hjóli og einu upplýsingarnar sem ég finn í bæklingnum eru: láttu Trek-dealer laga þetta svo að þú getir ekki kært okkur ef að þú lagar þetta sjálfur og þetta bilar L