Mér datt í hug að pikka niður það sem ég var að gera um daginn, sem var dálítið freaky. Það var þannig að ég var úti í hesthúsi og hafði verið bara á hestbaki eins og maður gerir venjulega úti í hesthúsi.
Svo kom gaur í hesthúsinu mínu og bað mig um að fara á bak hesti sem hann er að temja. Ég sagði bara “Ekkert mál” og fór á bak nema það að hann ætlaði að reka hestinn um í gerðinu. (Gerðið er girðingin fyrir utan hesthúsið, ef þið vissuð það ekki). Alla vega þá datt hestinum það í hug að fara að stinga sér og hrekkja og prjóna og vera með læti. Eigandinn ákvað að taka hestinn í taum og reka hann bara í kringum sig með mig á. Nei, takk fyrir, hesturinn var ekkert smá hraðskreiður og flaug nánast í kringum kallinn og þetta var ekkert smá ógnvekjandi en gaman á sama tíma.
Þetta endaði allt saman með því að ég var orðin sveitt í gegnum bolinn, tvær peysur og líka úlpuna.
Nokkrum dögum seinna spurði kallinn mig aftur hvort ég nennti ekki á bak og þá sagði ég með glöðu geði “Já, ekkert mál”. Enn eina ferðina fer hesturinn að reyna að henda mér af baki en það tókst ekki.
Þetta var ekkert smá scary á köflum en samt GEGGJAÐ gaman. Ég ráðlegg öllum að prófa að ríða ótemjum, það er endalaust gaman, alveg þangað til maður dettur í drullupoll.