Íþróttin trials er lítið sem ekkert þekkt á Íslandi en bæði á
meginlandi Evrópu og í Norður-Ameríku er hún stunduð þónokkuð.
Í trials þar maður ekki annað en hjól og hugmyndaflug. Trials gengur út á það að vera snöggur, hafa gott jafnvægi og vera sterkur bæði í höndum og fótum, ef ekki í öllum líkamanum.
Trials byggist á því að leika sér hreinalega á hjólinu sínu, þe að hoppa upp á ýmsa hluti, ss. blómaker, upp tröppur, niður af háum stöllum og svo kannski bara að standa og halda jafnvægi á hjólinu.
Úti er keppt í þessari grein bæði á skellinöðrum og í reiðhjólaflokki en hjólin eru öll afar létt og eru kannski ekki til að vera að hjóla á í vinnuna því þau eru svo lítil og á sumum er ekki einu sinni hnakkur.
Ég er dálítið í því að stunda þessa íþrótt og er ein hér þar sem ég á heima sem stunda þetta. Ég er ekki svo lánsöm að eiga almennilegt trials-hjól en ég bjarga mér og nota bara fjallahjólið mitt, Schwinn Mesa GSX, sem er hægt að skoða á Kasmir síðunni minni.
Ef fólk tekur undir þessa grein mína munu fleiri fylgja í kjölfarið…