Einu sinni átti litla ég heima í Noregi og Noregur er þekkt fyrir skíðaíþróttir ýmsar. Norðmenn segjast sjálfir vera fæddir með skíðin á fótunum. Noregur hefur alið upp marga þekkta skíðakappa, hvort sem það er á gönguskíðum eða í alpagreinum. Jón Gnarr kallinn gerði nett grín af Nojurum, “hoi, hoi, hoi..” Norðmenn segja ekkert svona, þeir segja Heia Heia…. En meira um það seinna…
Alla vega átti þessi grein að fjalla um tilraun mína til skíðastökks… sem endaði í ósköpum, eins og venjan er hjá Íslendingum… Þetta var bara ofurvenjulegt kvöld, mánudagskvöld um miðjan vetur og ég var á leiðinni á skíði. Það var þannig í bænum sem ég átti heima í að ég þurfti bara að labba yfir garðinn hjá nágrannanum og svo yfir eina götu og þá var ég komin upp í skíðabrekku. Svo fór ég með vinkonum mínum tvem á skíði og þetta var rétt rúmlega klukkan sex… lyftan nýopnuð og alles. Svo erum við alla vega komnar á toppinn og förum að skíða niður þetta 400 metra fall og tveggja kílómetra löngu skíðabrekku. Svo náttúrulega stoppuðum við með stuttum millibilum til að stökkva á öllum stökköllunum sem höfðu verið búnir til. Þarna var meðal annar quarterpipe, big jump stökkpallur og margir litlir. Svo þegar maður fer að nálgast endann er alltaf bara látið gossa niður seinustu brekkurnar til að ná sem mestum hraða niður allra seinasta flugið. Ég var í miðjunni, ein á undan mér og vinkona mín á snjóbretti á eftir mér. Ég bókstaflega flaug niður seinustu brekkuna og lenti langt fyrir neðan miðju, seinna var mér sagt að ég hefði litið út eins og rauður og blár fugl vegna þess að ég var í rauðum og bláum galla, lenti og lenti í einhverjum ansans kögglum, missi jafnvægið og í staðin fyrir að beygja á sléttunni flýg ég yfir einhverja girðingu, skíðin splundruðust til allra átta og ég lendi loks á bakinu. Þegar ég lenti sló ég loftið úr mér og þá hélt ég að eitt rifbeinið hefði brotnað og gert gat á lungað mitt. Nei, nei, svo illt var ekki í efni. Sagan endaði svo með því að ég labbaði aftur heim, súr í bragði að hafa ekki talent í skíðastökki og skildi þess vegna bara skíðin mín eftir, bæði voru föst í girðingunni. But what are friends for, vinkonur mínar komu með skíðin mín til mín. Allan veturinn var ég samt að stríða við bakeimsli og mér var helv%&i illt í þumlinum, hann lagaðist samt á undan bakinu.
Svona fór um sjóferð þá, eða ætti ég að segja, svona fór um flugferð þá…