Mér finnst Atli fínn þjálfari þótt hann sé ekki jafn góður og Gauji. Það voru allir að nöldra um að það ætti bara að reka hann. Tapið á móti Skotlandi var aðallega út af því að við ofmátum okkur hræðilega. Svo gleymir fólk að við erum 280 þúsund manns. Miðað við það erum við algjörir snillingar í fótbolta. Leikur gegn Litháen var fínn enda var hægt annað en að vinna. En Eiður átti bara ekki að skora þriðja markið. Mér finnst betra að Ívar sé í liðinu en Lárus. En hvað finnst ykkur um Atla?
Ps. Ísland á EM!