Bara svona að benda á það að Håckes Cup mun fara fram um helgina og ef fólk hefur áhuga fyrir því að horfa á smá 7s þá verða allir leikirnir sýndir í beinni á netinu.
http://www.okv.se/play/direkt
Håckes Cup er semsé innanhús mót sem er haldið í Växjö (í Svíþjóð) árlega. Mér skilst að það eigi að vera eina full contact sevens mótið sem er haldið innanhús.
Frekar bummed yfir því að liðið mitt gat ekki farið í ár sökum þess að það vantar fólk :/
En vonandi verður maður þarna á næsta ári!
Það eru bæði karla og kvennalið sem munu keppa.
Hér er hægt að sjá dagskránna –> http://www2.idrottonline.se/WexioRK-Rugby/Hackescup/DokumentHackescup/
Ætli maður neyðist ekki til að halda með heimamönnum, Wexiö, bæði vegna þess að liðið mitt hefur tekið nokkrar æfingar með þeim og í höllinni þeirra, og vegna þess að það er einn Íslendingur í Wexiö.