Bikarmót English Pub
Bikarmót Enska Barsins verður haldið næsta Laugardag á HK svæðinu í Fossvogi, nánar tiltekið í Fagralundi við Furugrund.
Dagskráin er eftirfarandi:
Laugardagurinn 1. Maí
Opið námskeið fyrir alla um Ástralskan Fótbolta. Farið verður yfir reglur, hvernig leikurinn er spilaður og hvernig leikurinn er dæmdur. Námskeiðið byrjar klukkan 14:00 í Fjöltækniskólanum við Háteigsveg (Stýrimannaskólinn) og stendur til klukkan 16:00. Fyrirlesari verður Jón Hrói Finnsson.
Mótið sjálft hefst klukkan 18:00 og fer fram á HK svæðinu í Fossvogi (Fagrilundur við Furugrund)..
Eftir mótið er verðlaunaafhending og veisluhöld á Enska Barnum við Austurvöll. Húsið opnar klukkan 21:30 verðlaunaafhending fer fram klukkan 22:00.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hvattir til að koma og upplifa nýja íþrótt á Íslandi.
Live to update