Chelsea sigraði Tottenham, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en liðin áttust við á Stamford Bridge. Þetta var annar leikur í röð á fjórum dögum en Chelsea sló Tottenham út úr bikarkeppninni um síðustu helgi. Það var Jimy Floyd Hasselbaink sem gerði þrjú mörk fyrir Chelsea í kvöld og Frank Lampard fjórða markið undir lok leiksins. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea en var skipt út af á 73. mínútu leiksins.

Þá sigraði Blackburn lið Ipswich, 2-1, í mikilvægum leik liðanna í botnbaráttu deildarinnar. Damien Duff og Andy Cole gerðu mörk Blackburn í leiknum en Marcus Stewart mark Ipswich.