Nú er soldið langt síðan það var póstað hér en ég hef svolítinn áhuga á að etv. fara að stunda tennis í frístundum á vor/sumar/haust tímanum. Getiði e-ð frætt mig frekar um staðsetning almenningsvalla og þá hvar sé hægt að kaupa spaða og bolta (intersport ?).
En ég verð að segja að mér finnst persónulega alveg lygilegt hvað það er lítið um þessa íþrótt hér á landi. Ég ólst upp í englandi þar til ég var 12 ára og þar eru bæði klúbbar útum allt og einnig ókeypis almenningsvellir útum allt líka. Svo ef maður fer enn sunnar eins og til spánar þá eru vellir alveg alls staðar. Mér finnst algjör synd að það skuli ekki vera meiri áhuga hér.