að þessu sinni var Örn Arnarsson, sundmaður úr SH, kosinn íþróttamaður ársins *AFTUR*. þetta er í 3ja skipti sem hann hreppir þessi verðlaun á ekki lengra tímabili heldur en 4 ár. tvisvar sinnum í röð fékk hann bikarinn, 98 og 99 og svo kom Vala Flosadóttir og nú aftur Öddi. Mér finnst þetta svona full mikið af því góða fyrir hann. Ef þið hafið séð stiginn sem voru í þessum kosningum um íþróttamann ársin þá fylgdi ólafur Stefánsson handknattleiksmaður fast á eftir með 350 stig en Öddi fékk samtals 359 stig. Mér finnst úr því næsta manneskja þar á eftir, Þórey Edda frjálsíþróttakona var ekki með nema 140 stig hefði mátt hliðra þessu aðeins og kjósa Ólaf sem sigurvegara enda átti hann það sko fullskilið, og þar sem Öddi er búinn að fá bikarann áður og það 2x þá hefði þetta vel verið sanngjarnt.