Ég er víst hætt í badmintoni eftir 5 ár og er að selja spaðann minn, þetta er fyrsti spaðinn minn og hætti ég að nota hann á þriðja ári þegar ég fékk nýann og mun betri spaða.
Þetta er MusclePower 24
svartur rauður og silvurlitaður
hann er eins og ég tek fram í nafninu mjög mikið notaður og sérst það aðalega á honum á gjörðinni utan um “netið” eða what ever þetta er, á hringnum.
En hann er ekkert neitt alvarlega illa farin, ég er ekki reið manneskja þegar kemur að íþróttum og sló ég honum ekkert í gólfið eða þess háttar ;)
Hann er annars mjög góður þessi spaði, léttur og rosalega góður fyrir byrjendur.
Fylgir með er taska undir spaðann og ..uh eitt og hálft grip? Það er eitt næstumþví nýtt á spaðanum sem að ég setti á stuttu áður en ég hætti og svo er ég með eitt ónotað sem myndi þá fylgja með :]
Ég veit nú að það þýðir kanski lítið að setja þetta hingað inná en þetta er líka bara fyrsti staður sem eg prufa :]
Ekkert ákveðið verð enþá. Geri bara samninga ef að það kemur að því.