Loksins er komið að því að Skylmingafélagið kemst í framtíðarhúsnæði í Baldurshaga. Þessa dagana er verið að vinna á fullu í að klára aðstöðuna fyrir haustið. Þegar þessi aðstaða verður kominn í gang verður Skylmingafélagið komið í aðstöðu sem jafnast á við það besta sem gerist erlendis. Verður þetta mikil lyftistöng fyrir skylmingar á Íslandi og gjörbreytir allri aðstöðu til æfinga og keppni.
Tímum fyrir æfingar verður fjölgað og gömlum jafnt sem nýjum félögum boðið að æfa í nýju aðstöðunni. Fleiri hópar verða í öllum aldursflokkum en áður.
Bætt við 20. ágúst 2007 - 09:10
Skylmingafélag Reykjavík
Heimasíða: www.skylmingar.is
Greinar: Höggsverð, stungusverð og lagsverð.
Bæði kyn frá 7 ára aldri. Einnig Skylmingaíþróttaskóli fyrir
5 til 6 ára.
Upplýsingar um æfingatíma veita:
Nikolay I. Mateev, gsm: 898 0533, vs: 422 3124, nikolay.mateev@gmail.com
Kristmundur H. Bergsveinsson, gsm: 695 2573, vs: 511 2840, khb@ihlutir.is
Æfingar verða í nýrri og glæsilegri aðstöðu Skylmingafélags Reykjavíkur í Baldurshaga, Laugardal.
Stjórn Skylmingafélags Reykjavíku