g ætla bara að benda öllum á þennan fyrirlestur sem að þjálfari afrekshóps unglinga í frjálsum, benti mér á.



Vésteinn Hafsteinsson fyrrverandi landsliðsþjálfari FRÍ og núverandi
landsliðsþjálfari Dana í kastgreinum mun halda fyrirlestur um þjálfun þeirra
afreksmanna sem hann er með á sínum snærum, mánudagskvöldið 2. október nk. kl.
20:00 í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Vésteinn hefur á undanförnum árum vakið verðskuldaða athygli fyrir frábæran
árangur lærisveina sinna á alþjóðlegum vettvangi, en meðal þeirra íþróttamanna
sem hann hefur þjálfað og fylgt á stórmót með góðum árangri eru m.a.:
* Gert Kanter, Eistneski methafinn í kringlukasti, en Kanter á lengsta kast
ársins í heiminum í ár 73,38 metra. Gert varð í öðru sæti í kringlukasti á HM í
Helsinki í fyrra og einnig á EM í Gautaborg í sumar.
* Joachim Olsen, Danski methafinn í kúluvarpi, en Joachim varð Evrópumeistari
innanhúss á sl. ári, auk þess sem hann vann til bronsverðlauna á síðustu
Ólympíuleikum og á EM í Gautaborg í sumar. Joachim á sjöunda lengsta kast í
heiminum í ár, 21,33 metra.
* Christine Scherwin, Danski methafinn í spjótkasti, en hún varð í 4. sæti á HM
í Helsinki í fyrra og í 5. sæti á EM í Gautaborg í sumar. Hún á sjötta besta
árangur í heiminum á þessu ári, 64,83 metra.
* Omar Ahmed El Ghazaly, Egyptski methafinn í kringlukasti, en hann hefur lengst
kastað 65,33 metra í ár, sem er 15. besti árangur kringlukastara í heiminum í
ár, en Omar er aðeins 22 ára og yngsti kringlukastarinn á topp 15 lista IAAF á
þessu ári og talinn einn efnilegasti kringlukastari í heiminum um þessar mundir.

Fyrirlestur Vésteins er opinn öllum og eru þjálfarar, íþróttafólk og allt
áhugafólk hvatt til að mæta mánudagskvöldið 2. okt. nk.
Aðgangur er ókeypis.
Nánari upplýsingar um fyrirlestur Vésteins verða settar á heimasíðu FRI í næstu viku