Síðasti sigur Johnsons
Bandaríski spretthlauparinn Michael Johnson keppti í síðasta sinn á stórmóti er hann var í sigursveit Bandaríkjanna í 4*400 metra boðhlaupi á Friðarleikunum,sem nú standa yfir í Brisbane í Ástralíu.Eins og oft áður hljóp Johnson síðasta sprettinn fyrir Bandarísku sveitina og tryggði þeimsigur á 3.00,52 mínútum,rúmum sex sekúndum frá heimsmetinu sem Johnson og samherjar settu á friðarleikunum fyrir fjórum árum.Johnson var vel fagnað þegar hann labbaði sigurhringinn berfættur.Johnson ætlar að keppa einu sinni til viðbótar áður en keppnisskórnir verða lagðir á hilluna.Það verður í Yokohama í Japan 15. september.það stendur til að hann taki þátt í sýningarhlaupi og hlaupi síðan síðasta sprettin í 1.000 metra boðhlaupi.johnson er einn sigursælasti frjálsíþróttamaður allra tíma og m.a. er að finna í verðlaunasafni hans fimm gullverðlaunapeninga frá ólimpíuleikum og níu af heimsmeistaramótum.hann á líka heimsmet í 200 og 400 metra hlaupi.