Það var á síðasta Reykjavikurmaraþoni þá var ég og vinur minn að fara að hlaupa 7 kílómerta skemmtiskokk. Og það voru þarna stelpur að gefa gatorade og við belgdum okkur alveg út að gadorade. Jæja þá var hlaupið að byrja og Borgarstjórinn ræsti hlaupið af stað svo hlupum við með tjörninni og síðan niður á ægisíðuna og hlupum þar með uppað bónus og nýkaup. Og 10 km hópurinn var að koma með okkur og við hlupum hálfan kílómetra áfram vitlaust svo að við hlupum til baka alveg að domino´s pizzu. Og við tókum sjénsinn að spura hvort þeir vildu gefa okkur pizzu: ha já ef þið brótið sama pizzukassa þá gef ég ykkur eina pizzu. Og byrjuðum að vinna í miðju hlaupi! jæja ok og við gerðum þetta í miðju hlaupi en hvað með það við vorum langsíðastir og þegar við vorum búnir að bróta saman 100 kassa þá lét hann okkur fá eina pizzu þannig að við hlupum það sem eftir var að leinginni og við vorum að koma í mark þegar maraþon gaurarnir voru að koma í mark.
Og við vorum með pizzukassann í hendinni og vorum að éta pizzu og það var fulli að fólki að hlæja og hvetja okkur því að þeir héldu að við vorum búnnir að hlaupa 42 kílómetra. Og við reindum að sníkja þannir medalíju en það tókst ekki en við tókum eitt kókglas og hypjuðum okkur í burtu!