á www.upa.com (ultimate player association) eru rosalega góðar uppl. og þar er meðal annars listi með 10 einföldum reglum til að læra leikinn sem ég ætla að leyfa mér að íslenska jafn vel og ég get:
1. Völlurinn – Ferhyrningslaga með endamörkum á hvorum enda, löglegur völlur er 64 m x 37 m með endamörkum sem eru 23 metra djúp (70 yards x 40 yards, with endzones 25 yards deep) (Völlurinn er því áþekkur ruðningsvelli)
2. Leikurinn byrjar – Hvert stig byrjar á að liðin taka sér stöðu hvort við sitt endamarkið. Varnarliðið kastar disknum í átt að sóknarliðinu, í keppni er spilað með 7 manna lið
3. Að skora – Í hvert sinn sem sóknarliðið tekst að senda á leikmann sem grípur diskinn inni í endasvæði varnarliðsins fær það skráð mark (stig). Þá skipta liðin um helming og það lið sem skorar verður varnarlið.
4. Hreyfing disksins – Disknum má koma í hvaða átt sem er með því að kasta sendingu sem gripin er af liðsfélaga þínum. Leikmenn mega ekki hlaupa með diskinn. Manneskjan með diskinn hefur 10 sek til að kasta disknum. Aðeins 1 varnarmaður má dekka aðilann með diskinn og sér hann um að telja.
5. Diskurinn skiptir um hendur – Þegar sending er ófullkomin (lendir utan vallar, leikmaður missir diskinn, diskurinn er blockaður eða gripinn af andstæðingi) þá hefur varnarliðið tafarlaust sókn og verður þá sóknarliðið (það er ekki skipt um “mörk” fyrir því, hafi sóknarliðið fyrir skiptinguna verið að sækja í austur sækir nýja sóknarliðið í vestur)
6. Skiptingar – Leikmenn sem ekki eru með í leiknum mega skipta eftir hvert mark og eins meiðist leikmaður
7. Engar snertingar – Öll líkamleg snerting er bönnuð milli leikmanna.
8. Villa — Telji leikmaður brotið á sér kallar hann villuna sjálfur, og skal haldið áfram eins og leikmaðurinn sem brotið var á hafi gripið diskinn. Samþykki brotlegi aðilinn hins vegar ekki villuna skal disknum hent aftur á þann sem kastaði honum áður en villan átti sér stað og skal leiknum haldið áfram þaðan.
9. Enginn dómari – Leikmenn sjá sjálfir um að kalla villur og dæma um hvort diskurinn sé úti eða inni. Leikmenn verða sjálfir að leysa úr deilumálum
10. Spirit of the game – Ultimate byggir á heiðarleika og íþróttaanda. Hvatt er til keppnisanda, en aldrei á kostnað virðingar milli leikmanna, brota á reglunum eða gleðinnar við að spila..
En ég er þreyttur og vona bara að þetta hafi verið nógu vel gert =)
Og svo að sjálfsögðu þarf ekkert að taka stíft á þessum reglum, til að mynda höfum við alveg spilað 10vs10, snerting milli leikmanna á sér allveg stað og óþarfi að kalla villu þó svo aðeins sé stjakað við manni. Auk þess spilum við nú ekki á einhverjum afmörkuðum keppnisvöllum og sjaldnast er talið.