Stirðleiki í knattspyrnu!
Eftir að ég fór að stunda knattspyrnu þá fór ég að hafa minni áhuga á hinni íþróttinni minni, fimleikum! Og mér finnst ég hafa stirnað svo mikið eftir fótboltann að ég get varla setið með beinar lappir lengur né náð í tærnar á mér! Svo fór ég aðeins og spá af hverju þetta geti verið þá hugsaði ég út í það hvort við teygðum nógu vel eftir æfingar og leiki..EKKERT!! við teygjum nánast ekkert eftir leiki né æfingar meina sko að alvöru kannski teygir maður aðeins á kálfunum eða eitthvað en ekkert eins og það ætti að vera en svo þegar ég fer að fara í fimleikana aftur þá bara verður maður einfaldlega svo mikill stirðbusi að maður getur varla farið í9 brú eða náð í tærnar á sér og þessi grein er til allra fótboltaþjálfara á ÍSLANDI! Eða öllum heiminum því þetta er ekkert mjög gott og alls ekki sniðugt því er ekki alltaf sagt að fyrstu 13 árin sé maður sem liðugastur ég byrjaði að stirna STRAX og ég fór í fótboltann og þetta er bara synd fyrir þessa yndislegu íþrótt sem FLESTUM finnst gaman í! Ef ekki að æfa hann þá að horfa á hann!! Hvað finnst ykkur?