Þann 8. ágúst 2004 heldur Hjólreiðafélag Reykjavíkur hina árlegu Kambakeppni. Um tímakeppni er að ræða og verður hjólað frá hringtorginu við Hveragerði og upp Kambana eða 8,7 km leið sem hækkar um 320 metra.
Það var Gunnlaugur Jónasson sem vann keppnina í fyrra en hann var á ótrúlegum tíma eða 19 mín og 45 sec sem þýðir að hann hélt 26,4 km meðalhraða upp þessa snarbröttu brekku. Keppt hefur verið á þessari leið í yfir 10 ár og er metið 18 mín og 29 sec en það var sett í meðvindi fyrir nokkrum árum.
Keppnin hefst kl 10:00 og eru keppendir ræstir með mínotu millibili.
Keppendur geta skráð sig á staðnum
Á síðu hjólreiðafélagasins hfr.vortex.is er hægt að nálgast úrslit síðustu ára auk mynda frá keppnum á vegum félagsins.