Þetta byrjaði sem svar við greininni “Virðing fyrir íþróttum” eftir notandann fantasia, en varð fljótt of langt, og þess vegna sendi ég þetta inn sem grein. Það var sérstaklega ein setning sem vakti áhuga minn, og það var “ballet er íþrótt, ekki keppnisgrein”.

Hvernig skilgreinir maður mun á íþrótt og keppnisgrein? Ég hef rætt þetta við marga, og enginn virðist vera sammála. Sumir vilja meina að íþróttir þurfi að innihalda líkamleg erfiði og af þeirri ástæðu séu skák, bridge o.þ.h. ekki íþróttir. Aðrir vilja meina að allar keppnisgreinar séu íþróttir, og þ.a.l. að hægt væri að telja tölvuleikjamót sem íþróttaviðburði.

Ég er sjálfur ekki með niðurneglda skoðun á þessu. Hugsanlega væri hægt að skipta þessu í tvo flokka, íþróttir sem erukeppnisgreinar sem krefjast þess að fólk sé líkamlega sterkt og/eða hafi gott úthald. Og leiki hins vegar, sem mundi þá innihalda keppnir í t.d. tölvuleiki, skák, bridge, pílukast o.s.frv.

Ef þessir tveir flokkar væru notaðir kemur í ljós að ballet fellur í hvorugan flokkinn skv. skilgreiningu fantasia um að það sé íþrótt en ekki keppnisgrein. Ég ætla alls ekki að halda því fram að ballet sé ekki erfiður, en mér þykir engu að síður réttara að flokka ballet sem listgrein en ekki íþrótt, en það er bara mín skoðun.