Jæja, í þessari stuttu grein ætla ég að segja frá dálitlu sem að ég gerði í dag.
Í dag var leikfimi, við áttum að hlaupa frá Digranesskóla að Kópavogsskóla og til baka, þetta eru 3.1 kílómetri, og þetta er ekki beinn kafli, upp og niður og þannig stufferí, ég var fjórði í því og var 13:20 mínútur að þessu í steikjandi hita.
Svo þegar að ég kom heim gerði ég 45 lyftur, 30 uppsetur og 10 armbeygjur, allt þetta gerði ég á 20 mínútum og er ég nú aðeins 13 ára, þá þykir mér þetta ansi mikið, bara að deila þessu með ykkur hugurum :)

ps: ég er að deyja.