vladimir smicer
Vladimir Smicer leikmaður Liverpool sem hefur leikið í treyju númer 7 síðan að hann kom til félagsins segir að það hafi verið lítið mál að láta Harry Kewell fá númerið. “ég var alltaf númer 19 hjá Lens og þar gekk mér mjög vel, en ég hef ekki verið mjög heppinn í treyju númer 7 hjá Liverpool þannig að það er alveg í lagi að athuga hvort ég verði heppnari í treyju númer 11” sagði Smicer.
Reyndar segist Smicer ekki vera hjátrúarfullur og því skipti það ekki svo miklu máli númer hvað hann er. “Houllier hringdi í mig í síðustu viku og spurði hvort ég væri til í það að skipta um númer og það var lítið mál að verða því þeirri bón hans” sagði Smicer einnig en hann hefur verið sagður á leiðinni frá félaginu en hann þvertekur fyrir það. “Ég er ekki að fara frá Liverpool, ég veit það verður erfitt að komast í liðið en þannig er það alltaf hjá stórliðum” sagði Smicer að lokum.