Níu leikir fóru fram í 37. og næstsíðustu umferð spænska boltans í gær. Real Madrid er komið á toppinn en liðið sigraði Atletico Madrid á útivelli í gær 4-0. Ronaldo skoraði tvö mörk og Raul líka. Á sama tíma tapaði Real Sociedad fyrir Celta Vigo á útivelli, 3-2. Real Madrid leikur við Athletic Bilbao í lokaumferðinni og nægir þeim jafntefli við að tryggja sér spænska titilinn. Real Sociedad leikur við Atletico Madrid í lokaumferðinni.
Níu leikir fóru fram í 37. og næstsíðustu umferð spænska boltans í dag og voru úrslitin eftirfarandi:
Atletic Bilbao - Deportivo La Coruna 3-2
Atletico Madrid - Real Madrid 0-4
Celta Vigo - Real Sociedad 3-2
Valencia - Barcelona 1-3
Osasuna - Alaves 4-2
Espanyol - Villereal 2-2
Malaga - Sevilla 3-2
Real Betis - Racing Santander 4-2
Recreativo - Mallorca 1-1
Fyrir lokaumferðina er staða efstu liða:
1. Real Madrid 37 21-12-4 83:41 75
2. Real Sociedad 37 21-10-6 68:45 73
3. Deportivo La Coruna 37 21-6-10 65:46 69
4. Celta Vigo 37 17-10-10 45:34 61
5. Valencia 37 16-9-12 53:35 57
6. Atletic Bilbao 37 15-10-12 62:58 55
7. Barcelona 37 14-11-12 61:47 53
Eina spennan í lokaumferðinni fyrir utan baráttu Real Madrid og Real Sociedad um meistaratitilinn er hvort Barcelona eða Atletic Bilbao kemst í Evrópukeppni félagsliða ásamt Valencia. Real Madrid og Real Sociedad fara beint í riðlakeppnina í meistaradeildinni á næsta tímabili og Deportivo og Celta Vigo fara í forkeppnina. Recreativo, Alaves og Vallecano eru fallin fyrir nokkru síðan.
Áfram Real Madrid!
Kveðja kristinn18