Rúnar skoraði sigurmarkið
Rúnar Kristinsson skoraði sigurmark Lokeren í gærkvöldi þegar liðið lagði Standard Liege í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu, 2:1, á heimavelli Standard. Þar með komst Lokeren upp í annað sæti deildarinnar, a.m.k. í bili. Lokeren hefur nú 49 stig þegar 24 leikir eru að baki en Club Brugge er sem fyrr langefst með 64 stig eftir 23 leiki. Lierse er í þriðja sæti með 48 stig eftir 23 leiki og Anderlecht hefur 47 stig, einnig eftir 23 leiki.
Lokeren byrjaði af krafti gegn Standard í gær og komu bæði mörk liðsins í fyrir hálfleik. Heimamenn náðu að klóra í bakkann á 75. mínútu en komust ekki lengra. Rúnar skoraði mark sitt á 39. mínútu.
Auk Rúnars voru Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson og Marel Baldvinsson í byrjunarliði Lokeren í leiknum
sender/kiddi í mosó