Þórey Edda Elísdóttir stökk 4,50 m á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Aþenu í gær (6. mars) og varð í þriðja sæti. Þetta er besta stökk Þóreyjar Eddu í tvö ár en hún á best inni eða 4,51 m en það er Norðurlandamet.
Þórey stökk yfir 4,30, 4,40 og 4,50 í fyrstu tilraun og reyni því næst við 4.55 m en það tókst ekki að sinni.
Árangur Þóreyjar í gær skipar henni í 8-9. sætið á afrekslista Alþjóða frjálsíþróttasambandsins á þessu ári, en hún var áður í fjórtánda sæti með 4,40.