Ég vona að einhver sjái þetta hvort sem þetta verður korkur eða grein.
Ég byrjaði að æfa sund fyrir þrem árum. Þá var það skemmtilegt. Þá æfði ég þrisvar í viku (ég geri það reyndar líka núna). Fyrir einu ári var boðið mér að æfa fimm sinnum í viku. Ég fór að æfa fimm sinnum í viku en gafst svo upp. Þetta var svo erfitt.
Ég hætti þegar sumarfríið byrjaði. Næsta haust ætlaði ég ekki að fara að æfa en fór samt og æfði bara þrisvar í viku. Núna eru sundþjálfarinn minn og yfirþjálfarinn að reyna að fá mig til þess að æfa aftur fimm sinnum í viku. En ég nenni því ekki. Ég hef svo mikið annað að gera. Veit einhver um íþrótt sem maður æfir ekki oft í viku.