Jæja núna er lokið undanrásum á Evrópumeistaramótinu í sundi í stuttri laug í Riesa Þýskalandi.
Góður árangur náðist:
*Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir bætti íslandsmet sitt í 100m baksundi þegar hún synti á 1.03.67. En ekki náði hún inní úrslit á þessum tíma.
*Jakob Jóhann Sveinsson synti 100m bringusund og náði inní undanúrslit á 1.01.11 sem er ekki bæting. En hann syndir undanúrslitin seinna í dag (fimmtudaginn)
*Bestum árangri náði Örn Arnarson þegar hann synti 200m baksund á 1.54.40 og varð hann númer 1 í undanrásum, úrslitasundið fer fram í dag(fimmtudag) og mun hann mjög líklega vinna sundið. Og verða þar af leiðandi Evrópumeistari. Gaman að sjá hvað hann gerir :)