
“”Þegar ég stillti boltanum upp á vítapunktinn var ég örlítið stressaður, en þegar ég steig aftur og undirbjó spyrnuna reyndi ég að vera rólegur og stýra boltanum í netið,“ sagði Forlan eftir leikinn, en leikmaðurinn hafði fram að þessu leikið í tæplega fjórtán klukkustundir án þess að skora. ”Það var mikill léttir að sjá boltann inni,“ sagði hann.” - Tekið af vísi.is
Fjórtán klukkustundir! Það eru rúmir 9 leikir. Ég sá hann spila ámóti Ajax á Amsterdam Tournament í Ágúst og ég er nokkuð viss um það að þetta eru mjög mjög slæm kaup hjá Ferguson. Hvað var maðurinn að hugsa, þessi gaur getur ekki neitt. Eða hvað finnst þér ?