Stjörnum prýtt Madridarlið
Jæja, þá er það komið á hreint, snillingurinn og markakóngurinn á hm 2002 er farinn frá Inter Milan til Real Madrid. Þetta væri kannski ekkert svo merkilegt ef að fyrir væru ekki í hjá Madrid gomma af stjörnuleikmönnum svo sem Roberto Carlos, Raúl, Morientes, Mcmanaman, Figo og að ógleymdum snillingnum Zinedine Zidane og fleiri snillingar sem ég nenni ekki að skrifa niður. Nú er þetta Madridar lið eins og það væri gjörsamlega klippt útúr Séð og Heyrt sem er svo sem í lagi því að þeir eru allir heimsklassa leikmenn og ekki spillir að Madidarliði var að spila stórskemmtilegan bolta á seinasta seasoni a.m.k. í þeim leikjum sem ég sá og þeir voru ófáir. Samt er eitt sem mér finnst setja svartan blett á söluna og það er hve Ronaldo var eitthvað vanþakklátur Inter, þó að það er þeim að þakka að hann getur spilað fótbolta yfirhöfuð í dag. Þeir hjálpuðu honum mikið í gegnum meiðslin og eyddu óhemju miklum peningum að koma honum aftur í gang. Klausa er í samningnum hjá Ronaldo um að hann lækki töluvert í launum ef hann meiðist og finnst mér það sanngjart. Samningurinn var exchange samningur og er heildarverð fyrir Ronaldo 28 milljónir punda þ.e.a.s 22 milljónir og leikmaður sem gengur til liðs við Inter í vetur fyrir 6 miljónir.