Javier Saviola hefur leikið vel með Barcelona að undanförnu og gert mikilvæg mörk í spænsku deildinni og Evrópukeppninni. Þessi góða frammistaða hans hefur nú komið honum í landslið Argentínumanna. Saviola kemur í liðið í stað Gabriel Batistuta sem er meiddur. Batigol meiddist í leik Roma og Parma en meiðsli hans eru þó ekki talin alvarleg og því verður varla langt að bíða þess að hann komist aftur í slaginn. Saviola gæti hins vegar fengið kærkomið tækifæri gegn Þjóðverjum og þá er bara að grípa gæsina og standa sig vel.
Liðið:
Markverðir: German Burgos (Atletico Madrid), Pablo Cavallero (Celta Vigo)
Varnarmenn: Facundo Quiroga (Sporting Lisbon), Mauricio Pochettino (Paris Saint-Germain), Walter Samuel (Roma), Diego Placente (Bayer Leverkusen), Josè Chamot (Milan)
Miðjumenn: Javier Zanetti (Inter), Juan Sebastian Veron (Manchester United), Juan Pablo Sorin (Cruzeiro), Pablo Aimar (Valencia), Matias Almeyda (Parma), Marcelo Gallardo (Monaco), Santiago Solari (Real Madrid)
Sóknarmenn: Claudio Caniggia (Glasgow Rangers), Javier Saviola (Barcelona), Cristian ´Kily´ Gonzalez (Valencia), Gustavo Lopez (Celta Vigo), Claudio Lopez (Lazio)


Þetta tók ég af boltinn.is
-maniggi irc nick-Hvar a netinu get eg downloadað adsl ??????????????????????????