Við hérna á Akureyri höfum beðið spennt eftir því að úrslitinn byrja og nú er einn leikur búinn og við þurfum að bíða eftir næsta í þrjá klukkutíma enn ég ætla að skrifa umm leikinn í gær sem var lítið spennandi.
Leikurinn byrjaði á því að maður að nafni Tibor Tatar skoraði fyrsta markið eftir 39 sek. og svo bættu SA menn 3 mörkum þar voru þeir Sigurður Sveinn Sigurðsson Rúnar Rúnarsson og Tibor Tatar að verki.
Í annari lotu var sama einstefnan Tibor Tatar með sitt þriðja mark og á eftir voru mörk frá Rúnari Rúnarssyni Stefáni Hrafnssyni og Chris Supak. SR-ingar vöknuðu þá pínu og Guðmundur Björgvinsson skoraði þeirra fyrsta mark og eftir því sem er vitað fyrsta mark hans í deildinni. Og í endanum á lotunni þá brjálaðist einn SR-ingur og var sentur í sturtu fyrir að beita kylfunni harkarlega.
Í þriðju lotunni mættu sunnlendingar sem hokkíróbótar og unnu lotuna 2-1 en þessi róbotakraftur kom því miður of seint, lokastaðan 9-3.Mörk SR Hallur Árnason og Elvar Jónsteinsson en Sigurður Sigurðsson skoraði eina mark SA.
Mörk / Stoðsendingar
SA: Tibor Tatar 3/1, Rúnar Rúnarsson 2/1, Kenny Corp 0/3, Sigurður Sigurðsson 2/0, Stefán Hrafnsson 1/1, Jón Ingi Hallgrímsson 0/2, Clark McCormick 0/2, Chris Supak 1/0, Sveinn Björnsson 0/1, Jón Gíslason 0/1, Björn Már Jakobsson 0/1
SR: Elvar Jónsteinsson 1/1, Hallur Árnason 1/0, Guðmundur Björgvinsson 1/0, Helgi Páll Þórisson 0/1, Ágúst Ásgrímsson 0/1
Brottvísanir
SA: 16
SR: 35
Aðaldómari: Viðar Garðarsson
Línumenn: Sigurgeir Haraldsson og Ragnar Óskarsson