Real Betis Balompie er spænskt knattspyrnu lið frá Sevilla. Gegni þeirra síðustu ár hefur verið misjafn og er sú stund sem hæst ber í sögu þeirra árið 1935 er liðið vann spænsku úrvalsdeildina. Eftir það hefur gegni liðsins dalað. Þó hafa nokkrar stundir skarað upp úr, svo sem árin sem þeir unnu og lentu í öðru sæti í Copa del rey, eða spænsku bikarkeppninni.
Ég verð reyndar að viðurkenna að ég er ekki alveg viss hvaða ár þetta gerðist allt en þó veit ég að árið 1997 þá lentu þeir í öðru sæti í bikarnum. Árið eftir eða 1998 þá fóru þeir í Evrópu keppni bikarhafa, eða The Cup Winners Cup. Þessi keppni hefur reyndar verið sameinuð UEFA keppninni. Svo gekk náttúrulega eins og allir vita Jóhannes okkar íslendinga Guðjónsson í liðið nú á dögunum. Á þessu ári eru þeir nýliðar í deildinni, þar sem þeir féllu á þar síðasta ári. Nú í ár er þeim að ganga ákaflega vel og eru staðsettir í 5 sæti í deildinni, og það er afrek sem ekki margir nýliðar myndu afreka. Þó verður það að játast að eftir áramót þá hafa þeir eitthvað dalað, en það skiptir engu því að ég er þess fullviss um að þeir komi á næstu árum og rústi deildinni með hjálp sterkra manna eins og Denilson,Benjamin Zarandona, Viktor Ikpeba og síðast en ekki síst Gastón Casas. Í endann skal tekið fram að þetta ár sem þeir unnu Copa del rey það var 1976-1977.
Kveðja Takami Bantosson
Ég er ekki til í alvörunni.